Ýma ákveður að segja einhverjum frá og það er eitt það hugrakkasta sem
hægt er að gera. Hún gengur til umsjónarkennarans og játar að hún hafi
strítt Krissa. Síðan segir hún frá sér og Krissa og Erlu.
Að segja frá einelti er ekki að klaga. Það er að bjarga öðrum og það veit
Ýma núna. Það á enginn skilið að líða illa vegna eineltis.
Ýma fyllist réttlætiskennd. Vaka álfkona hefur hjálpað Ýmu að byggja upp gott
sjálfstraust og að takast á við eineltið. Hún veit að það er ekkert bogið við hana,
Krissa eða Erlu. Þó að Ýma sé stór þá er alltaf verið að gera lítið úr henni og Krissa
og Erlu. Þetta er bara ofbeldi hjá börnum bæði andlegt, líkamlegt og félagslegt. Ýma
ber höfuðið hátt, stendur upprétt og segir við sjálfa sig: „Ég ætla að ganga í það að
stöðva eineltið. Það eiga allir rétt á því að líða vel í skólanum til þess að geta lært og þroskast
eðlilega. Við eigum bara að fá að vera við sjálf og læra að þekkja okkur sjálf. Ég vil fá að halda
áfram að vera ég sjálf.“
14