Þó að það sé ekki alltaf verið að stríða einhverjum, heldur látið eins og
hann sé ekki til, þá getur það samt verið einelti. Það getur verið alveg jafn
sárt að vera alltaf útundan. Hugsaðu um það þegar þú varst steinn og gast
ekki hreyft þig, Ýma.
Ef þú sérð einhvern sem líður illa, þá dugir ekki bara að horfa eitthvert annað.
Ímyndaðu þér ef þetta væri þú. Okkur er öllum skylt að bregðast við og hjálpa
öðrum án þess að þurfa að leika hetju. Við þurfum að láta foreldra okkar og
starfsfólkið í skólanum vita þegar við lendum í eða verðum vitni að einelti eða
ofbeldi.
Strákarnir tveir láta hann Krissa ekki í friði og eru alltaf að finna upp á
nýjum hrekkjabrögðum. Krissa líður oft mjög illa og honum finnst eins og
maginn í sér sé svarthol.
13