 
          Halló krakkar!
        
        
          Ég heiti Ýma og ég er tröllastelpa. Vitið þið
        
        
          af hverju ég heiti Ýma? Ég var nefnd eftir
        
        
          frænda mínum, jötninum Ými, sem sumir
        
        
          segja að hafi skapað alheiminn. Einu sinni,
        
        
          fyrir 300 árum þegar engir bílar voru til,
        
        
          bjó ég í helli hátt uppi á fjöllum. En einn
        
        
          daginn gerðist dálítið skelfilegt. Þið vitið
        
        
          hvernig við tröll erum með ofnæmi fyrir sól
        
        
          og ef við lendum í henni þá breytumst við í
        
        
          stein. Jæja, svoleiðis kom fyrir mig! Ég var
        
        
          svo ofsalega forvitin að sjá mannabörnin
        
        
          leika sér að ég stalst út úr hellinum eina
        
        
          nóttina. Ég hélt að ég hefði nægan tíma um
        
        
          morguninn en áður en ég vissi af þá var sólin
        
        
          komin upp. Mér fannst bara svo gaman að sjá
        
        
          börnin leika sér að ég alveg steingleymdi mér.
        
        
          Vitiði hvernig það er að vera steinn í 300 ár?
        
        
          Ég veit það, en það eina sem ég vil segja er að
        
        
          það er til skemmtilegra líf. Verst var að horfa
        
        
          á allt þetta skemmtilega líf sem var að gerast
        
        
          beint fyrir framan þig, eins og krakkar að leika
        
        
          sér, fara í útilegur og á hestbak, og geta ekki
        
        
          verið með. Púff, það var sko erfiður tími skal
        
        
          ég segja ykkur.
        
        
          Eina nóttina kom Vaka álfkona og leysti mig
        
        
          úr álögum með því að strá töfradufti yfir mig.
        
        
          Þegar ég lifnaði aftur við
        
        
          bað hún mig að færa
        
        
          heila álfabyggð því það
        
        
          átti að byggja veg. Ég
        
        
          hélt fyrst að ég þyrfti
        
        
          að hlaupa um allt
        
        
          með fullt af stórum
        
        
          húsum en síðan
        
        
          komst ég að því
        
        
          að álfabyggðin var
        
        
          öll í einum álfa
        
        
          steini. Hann var
        
        
          samt þungur! En
        
        
          vegna þess að ég
        
        
          er svo voðalega
        
        
          sterk tröllastelpa
        
        
          þá gat ég þetta
        
        
          alveg.
        
        
          Til þess að þakka mér fyrir dreifði Vaka
        
        
          álfkona yfir mig öðruvísi dufti (það var
        
        
          svona gult á meðan hitt var bleikara) og –
        
        
          simsalabimm – ég hef ekki lengur ofnæmi
        
        
          fyrir sólinni. Núna má ég vera úti á daginn
        
        
          eins og ég vil og verð aldrei aftur að steini.
        
        
          Vaka álfkona er ofsalega góð og ég fæ að
        
        
          búa hjá henni. En ég þarf líka að fara í
        
        
          skólann og í fyrra þurfti ég að læra allar
        
        
          umferðarreglurnar til að komast þangað. Fullt
        
        
          af krökkum hjálpuðu mér og áður en ég vissi
        
        
          af kunni ég að fara
        
        
          yfir gangbrautir, nota
        
        
          endurskinsmerki og
        
        
          bílbelti og kunni sko
        
        
          alveg á græna karlinn
        
        
          og rauða karlinn.
        
        
          Núna er ég
        
        
          búin að vera
        
        
          í skólanum
        
        
          og þótt það sé
        
        
          gaman að læra
        
        
          þá er líka stundum
        
        
          svolítið erfitt.
        
        
          4