Ýma Tröllastelpa - page 3

Kennsluleiðbeiningar með bókinni
Börnin lita myndirnar fallegum litum
Mikilvægt er að lesa bókina vel með börnunum. Staldra við orð eins og steinn. Hvernig liði okkur ef við værum
steinar? Mikilvægt er að við fáum að vera við sjálf. Við erum öll sérstök hvert á sinn hátt. Það væri ekki gaman ef allir
væru eins, t.d. ef að öll blómin væru gul.
Hvað er einelti?
Við tölum um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri
og viðkomandi á erfitt með að verja sig. Um getur verið að ræða beint einelti með höggum, spörkum, blótsyrðum,
niðurlægjandi og háðslegum athugasemdum eða hótunum. Það er líka einelti ef stríðni er endurtekin og sá sem
verður strítt hefur sýnt að sér mislíki. Óbeint einelti getur líka verið jafn slæmt. Með óbeinu einelti er átt við að maður
verði útilokaður frá félagahópnum, verði fyrir illu umtali eða að aðrir komi í veg fyrir að maður eignist vini. Mikilvægt
er að börnin viti að allir geta einelti, sama hvernig þeir líta út.
Börnin þurfa að fá leiðbeiningar um hugtökin:
• Einelti
– Andlegt ofbeldi
Dæmi á bls 6: „Rolluhausinn með fjósafýluna er kominn!“ Börnin hlæja að Ýmu og gera grín að henni.
– Félagslegt ofbeldi
Dæmi á bls 7: Allar stelpurnar fá afmælisboðskort frá Lovísu nema Ýma og Erla.
– Líkamlegt ofbeldi
Dæmi á bls 8: Strákarnir ráðast á Ýmu og taka nestisboxið af henni og henda því. Dæmi á bls. 10: Ýma og
börnin eru gerendur. Ýma girðir niður um Krissa og fær jákvæða athygli hjá börnunum fyrir það.
• Sjálfstraust
Öryggi í framkomu og trú á sjálfan sig. Ákveðnir einstaklingar eru með gott sjálfstraust. Ég skal, ég get, ég vil, ég
ætla. Ýma er með mjög lélegt sjálfstraust í byrjun sögunnar. Hún lætur börnin stjórna sér og gerir óæskilega hluti
eins og að gyrða niður um Krissa. Í lok sögunnar er sjálfstraustið hjá henni orðið miklu betra. Þá er hún búin að
láta kennara sinn vita um eineltið og hún farin að vinna með sjálfstraustið. Ákveðin börn og full sjálfstrausts ganga
beint til verks og stöðva einelti. Þau láta ekki stjórnast af hópnum heldur fara eftir sinni eigin dómgreind.
• Sjálfsmynd
Hvernig upplifir maður sjálfan sig? Hvernig sér maður sjálfan sig? Á bls. 4 í bókinni er Ýma að skoða sig í spegli
og hún er mjög ósátt við útlit sitt. Á bls. 6, 7 og 8 sést hvernig börnin brjóta niður sjálfsmynd Ýmu. Á bls. 8 líður
Ýmu mjög illa og henni finnst hún ekki verða að neinu. Á bls. 13 fer Ýma að átta sig á því að það er ekkert bogið
við hana þó að hún sé stór og klunnaleg. Hún ákveður að vera hún sjálf og vera ánægð með sig. Henni fer að
finnast hún vera frábær stelpa.
• Samviska
Álfkonan Vaka er eins konar samviska Ýmu. Þegar Ýma gyrðir niður um Krissa kallar samviskan: „Hvers vegna
gerðir þú þetta, Ýma?“ (bls 11). Þá fer Ýma strax að hugsa hvað hún gerði rangt.
• Sektarkennd
Dæmi á bls 11: Ýma fær samviskubit. Henni líður illa yfir því að hafa beitt Krissa ofbeldi. Hún sér mikið eftir þessu.
Besta leiðin til þess að laga það er að biðja Krissa afsökunar.
• Réttlætiskennd
Ýma sér að hún vill ekki láta ráðast á sig og því var ekki rétt að gyrða niður um Krissa. Við eigum að koma fram
við aðra krakka alveg eins og við viljum láta koma fram við okkur. Allir eru einstakir og allir eiga rétt á að fá að
líða vel í skólanum og fá að læra og þroskast eðlilega.
Vaka, álfkonan í bókinni, er engillinn (samviskan) sem vakir yfir Ýmu og leið­bein­ir henni eins og foreldri.
Gott er að staldra við þegar eineltið byrjar í bókinni og fá börnin til þess að setja sig inn í aðstæður fórnarlambsins
og hugsa um hvernig þeim liði ef þau lentu í slíkum aðstæðum.
Takið fram:
- Að áhorfendur eru líka gerendur eineltis.
- Að það er réttur sérhvers barns að líða vel í skólanum til þess að geta lært og þroskast eðlilega.
- Að okkur er öllum skylt sem heiðvirðum borgurum að bregðast við og hjálpa öðrum án þess að þurfa að leika
hetju.
- Hvert börnin eiga að leita í skólanum ef þau lenda í eða verða vitni að einelti eða ofbeldi.
- Að börnin eru ekki að klaga þegar þau láta vita af einelti eða ofbeldi heldur eru þau að hjálpa öðrum.
Börnin velti þessari spurningu fyrir sér með Ýmu: „Fyrst allir litirnir í regn­boganum geta verið saman, hvers vegna
geta þá ekki öll börnin verið vinir líka?“
3
1,2 4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,...20
Powered by FlippingBook