Ýma Tröllastelpa - page 18

Annars vegar er um hlédræga, varkára, viðkvæma
einstaklinga að ræða. Oft er stutt í tárin. Sjálfstraustið
er takmarkað. Strákar sem eru ekki jafnokar bekkjar–
félaganna að burðum. Börnin geta verið vinafá. Þau eiga
oft auðveldara með að umgangast fullorðna (foreldra
eða kennara) en jafnaldra sína.
Sjaldgæfara er að börn og unglingar sem eru kölluð
ögrandi verði þolendur.
Þau eru oft eirðarlaus, klunnaleg, óþroskuð, reikul og
al­mennt er litið á þau sem erfið. Suma þessara nem­
enda má líta á sem ofvirka (órólega, eirðarlausa, með
ein­beitingarvanda o.s.frv.). Framkoma þeirra fer oft í
taug­arnar á fullorðnu fólki, t.d. kennaranum. Þau reyna
stund­um sjálf að leggja meira veikburða nemendur í
einelti. Stundum leggst allur bekkurinn á eitt að leggja
ögrandi barn í einelti.
Hverjir leggja í einelti?
Nemendur sem eiga á hættu að leggja aðra nemendur
í einelti hafa eitt eða fleiri sameiginleg einkenni. Enn er
lögð áhersla á að um er að ræða megintilhneigingar.
Gerendur vilja síður fylgja reglum. Viðhorf þeirra til
ofbeldis er jákvæðara en nemenda almennt. Þau hafa
mikla þörf fyrir að ráðskast með aðra og jafnvel upphefja
sig með valdi og hótunum til að fá vilja sínum framgengt.
Gerendur eru yfirleitt a.m.k. félagslega jafn sterkir og
félagarnir.
Hvernig uppgötvum við einelti?
Ef tilkynning berst frá skólanum um að barnið þitt verði
fyrir áreiti skólafélaganna er full ástæða til að taka það
alvarlega og bregðast strax við.
Það liggur í augum uppi að það skiptir miklu þegar unnið
er gegn einelti í skólum að stöðva og breyta hegðun
gerenda og „klappliðs“ þeirra. Foreldrar barns sem
verður fyrir einelti eiga alls ekki að líta á eineltið sem
óhjákvæmilegan þátt í þroskamynstri barnsins.
Hér gæti verið gott að ræða við barnið út frá eineltis­
hringn­um. Komast þannig beint eða óbeint að því í
hvaða hlutverki barnið er. Reynslan í Olweusarverkefn­
inu er ótví­ræð. Börnin eru opin fyrir því að ræða hvar þau
eru á eineltishringnum.
Hvernig kemst ég að því hvort barnið mitt
leggur aðra í einelti?
Það getur reynst erfitt að átta sig á og að viðurkenna að
barn manns leggi aðra í einelti. Börn og unglingar tala
vitaskuld ekki um það heima hjá sér að þau leggi aðra í
einelti. Ef mörg atriði í kaflanum „Hverjir leggja í einelti?“
eiga við um barn þitt áttu að taka það alvarlega og kanna
málið betur.
Eðlilegt er að líta á einelti sem þátt í andfélagslegri
hegðun og að eineltið snúist gegn reglum. Rannsóknir
Dan Olweusar hafa leitt í ljós að piltar sem leggja í einelti
Það skiptir miklu máli að barnið eigi góða vini. Hverjir eru bestu vinir barnsins þíns? Ef barnið þitt
teiknar mynd af sér og bestu vinum sínum - og aftur eftir mánuð og gerir það svo mánaðarlega -
getur þú fylgst með breytingum hjá barninu þínu.
18
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 19,20
Powered by FlippingBook