Bókin um Ýmu tröllastelpu, Ég vil fá að vera ég sjálf, er ætluð öllum börnum á yngsta stigi grunnskóla á Íslandi. Bókin er gefin út af Prentmet í samstarfi við Olweusarverkefnið gegn einelti. Bókin hefur frá 2002 til 2015 verið gjöf frá Prentmet til allra 1. bekkinga grunnskóla. Bókinni verður ekki dreift út í ár og hægt er að nálgast hana rafrænt á þessari síðu. Höfundur bókarinnar er Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, annar eigenda og starfandi stjórnarformaður Prentmet. Tilgangurinn er fyrst og fremst að vekja alla til umhugsunar um hve mikilvægt það er að öll börn þori að vera – og geti verið – þau sjálf. Einnig að þau njóti sín í leik og starfi á eigin forsendum.

Opna litabókina 

 

 

Þorlákur H. Helgason,
framkvæmdastjóri
Olweusarverkefnisins

 

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir,
höfundur Ýmu
og stjórnarformaður Prentmets